Jóhannes Tómas­son, blaða­maður og fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi, er látinn eftir snarpa og krefjandi bar­áttu við krabba­mein. Jóhannes fæddist í Reykja­vík 28. febrúar 1952 og lést hann á Land­spítalanum í Foss­vogi síðast­liðinn föstu­dag, 28. októ­ber.

For­eldrar Jóhannesar voru Anna Jóhannes­dóttir hús­freyja, f. á Seyðis­firði 30.10.1924, d. 6.5.2018 og Tómas Árni Jónas­son læknir f. á Ísa­firði 05.10.1923, d. 5.11.2016.

Jóhannes kvæntist 20. septem­ber 1975 eftir­lifandi eigin­konu sinni Mál­fríði Finn­boga­dóttur f. í Reykja­vík 21.01.1954. Þau eiga þrjú börn; Helga, út­sendingar­stjóra, f. 30.03.1976, Önnu, kennara, f. 12.08.1978 og Þór­dísi, mynd­listar­mann, f. 15.10.1979. Jóhannes og Mál­fríður eiga átta barna­börn.

Jóhannes ólst upp hjá for­eldrum sínum fyrst í Súða­vík, síðar í Detroit í Banda­ríkjunum þar sem Tómas stundaði fram­halds­nám og þar hófst skóla­ganga Jóhannesar í leik­skóla. Eftir heim­komuna tók við nám í Ísaks­skóla, Breiða­gerðis­skóla, Hlíða­skóla og Gaggó Aust. Hann lauk stúdents­prófi frá Mennta­skólanum við Hamra­hlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennara­há­skóla Ís­lands. Jóhannes sótti ótal nám­skeið og fræðslu sem tengdist blaða­mennsku og út­gáfu. Jóhannes hafði meira­próf í akstri og árið 2012 lauk hann diplóma­námi í flug­rekstrar­fræði frá Keili.

Hann starfaði við blaða­mennsku og út­gáfu­störf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgun­blaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars rit­stjórnar­full­trúi Lækna­blaðsins og starfaði nokkur ár að upp­lýsinga- og fræðslu­málum hjá Hjálpar­starfi kirkjunnar og sinnti með­fram því rit­störfum fyrir ýmsa aðila í lausa­mennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgun­blaðinu, en árið 2006 var Jóhannes ráðinn upp­lýsinga­full­trúi Sam­göngu­ráðu­neytisins, síðar Innan­ríkis­ráðu­neyti og starfaði þar í tólf ár með níu ráð­herrum; ýmist innan­ríkis-, dóms­mála- eða sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herrar.

Eftir að föstum störfum lauk fékkst hann við ýmis verk­efni m.a. ritun bókar um Björn Páls­son flug­mann sem væntan­leg er snemma næsta árs. Einnig nýtti hann meira­prófið og greip í akstur, þar á meðal af­leysingar við akstur ráð­herra ríkis­stjórnarinnar.

Jóhannes var alla tíð virkur í fé­lags­störfum. Hann var fé­lagi í Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands og gegndi þar ýmsum trúnaðar­störfum, sat meðal annars í verð­launa­nefnd Blaða­manna­verð­launa og í siða­nefnd fé­lagsins. Hann var sæmdur gull­merki BÍ árið 2017. Þá sat Jóhannes í stjórn Krabba­meins­fé­lags Reykja­víkur í mörg ár, sem for­maður árin 1999-2007 og kosinn heiðurs­fé­lagi Krabba­meins­fé­lags Ís­lands árið 2009. Einnig sat hann í stjórn Sam­bands ís­lenskra kristni­boðs­fé­laga um tíma.

Jóhannes var alla tíð á­huga­maður um flug og flug­öryggi og sótti ráð­stefnur um þau mál­efni á­samt stjórnar­setu í Þrista­vina­fé­laginu. Á sínum yngri árum söng hann í Æsku­lýð­skór KFUM og KFUK, með söng­hópnum Kór­broti og síðar með Mótettu­kórnum og var fé­lagi í Kristi­legum skóla­sam­tökum og Kristi­legu stúdenta­fé­lagi. Jóhannes spilaði bad­min­ton með fé­lögum sínum tvisvar í viku í ára­tugi, las mikið og hafði á­nægju af að ferðast bæði innan­lands og utan og hefur víða farið og margs notið með fjöl­skyldu og vinum.