Jóhannes Stefáns­son hlýtur Win-Win sjálf­bærni verð­launin vegna hlut­verks síns sem upp­ljóstrari í Sam­herja­málinu. Þema verð­launanna þetta árið er „Vinna gegn spillingu“.

Verð­launa­af­hendingin fer fram í Gauta­borg á morgun og verður einnig streymt á Face­book. Jóhannes fær eina milljón sænskra króna í verð­launa­pening, tæp­lega fimm­tán milljónir ís­lenskra króna.

„Ís­lenski upp­ljóstrarinn Jóhannes Stefáns­son er sigur­vegarinn árið 2021 – sýnir hvernig ein­staklingar geta berist gegn spillingu,“ segir í til­kynningunni á vef­síðu verð­launanna.

Þar segir enn fremur að Jóhannes hafi „með lífið að veði, leitt til opin­berunar á út­breiddu spillingar hneyksli tengt veiði­kvóta í Namibíu.“

Erfiðir eftir­málar

Jóhannes vakti þjóðar­at­hygli þegar hann steig fram sem upp­ljóstrari í Kveik í Sam­herja­málinu. Hann lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Hann var þá með tölvu fyrir­tækisins og mikið magn af gögnum sem voru nýtt í um­fjöllunina í Kveik.

Jóhannes hefur haldið því fram að það hafi átt að ráða hann af dögum. Í tví­gang hafði hann að eigin sögn þrettán líf­verði. Þá segir hann að í­trekað hafi verið reynt að eitra fyrir honum þá bæði í mat og drykk.

Þá hefur Jóhannes einnig stöðu sakbornings í máli gegn Samherji Group vegna mútugreiðslna sem hann á að hafa greitt þegar hann vann enn fyrir Samherja.

„Því miður þurfa þeir sem hug­rekki hafa til að berjast gegn spillingu og vald­níðslu yfir­leitt að borga fyrir það dýrum dómi og Jóhannes Stefáns­son er engin undan­tekning þar á,“ segir á vef­síðu verð­launanna.