Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022 af lesendum Austurfréttar. Kjörið hlýtur Jóhann Valgeir fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi staðarins.

Hann hefur reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins sem hefur lekið eftir stórrigningar. Í haust tók steininn úr enda voru myndirnar, sem Jóhann Valgeir deildi í hóp Eskfirðinga á Facebook, ekki geðslegar þar sem vatn vall út úr blöðrum á veggjum.

Í fram­haldinu komu upp á­hyggjur af myglu og á­hrifum hennar á fólk í húsinu, þar á meðal skóla­barna. Í byrjun mánaðarins var mygla stað­fest. Húsið var tekið úr notkun fyrir ára­mót og eru smiðir byrjaðir að rífa frá til að hægt sé að ráðast í frekari rann­sóknir og úr­bætur.

„Það er mikill heiður að vera Aust­firðingur ársins. Sá hópur sem áður hefur verið valinn er fjöl­breyttur og sýnir hvað vakið hefur mesta at­hygli ár hvert. Kannski man fólk vel eftir þessu máli hér því það kemur upp í lok árs og var heitt í bæjar­fé­laginu,“ segir Jóhann Val­geir.