„Við unnum og við töpuðum,“ segir Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar í Bandaríkjunum, um niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Kaliforníu vegna lagastuldarmálsins um lögin Söknuð og Your Raise Me Up.

Áfrýjunardómstólinn staðfesti í gær niðurstöðu fyrri dómstóls í Los Angeles um að vísa máli Jóhanns frá en jafnframt hafna kröfu andstæðinga hans um að hann greiddi þeim 323 þúsund dollara í málskostnað.

Machat segir að lykilatriðið hafa snúist um hvort dómstólinn í Los Angeles ætti að hætta að styðjast við svokallaða „extrinsic“ prófun við mat á líkindum tónlistar og taka upp próf hins almenna hlustanda sem sambærilegur dómstóll í New York notar. Dómstólinn í Los Angeles dæmdi greinargerð tónlistarfræðings Jóhanns Helgasonar í heilu lagi úr leik því þar væri ekki að finna prófun þar sem Söknuður og You Raise Me Up væru borin saman við nótnablöð eldri lagasmíða til að greina að hversu miklu leyti þau gætu talist sjálfstæð verk sem varin væru með höfundarrétti.

Jóhann og Machat íhuga nú næstu skref í málinu.