Jóhann Steinar Ingi­mundar­son varð í gær nýr for­maður UMFÍ. Í til­kynningu kemur fram að hann sé sjálf­kjörinn og að hann taki við af Hauki Valtýs­syni, sem gegnt hefur em­bætti formanns frá árinu 2015.

Jóhann Steinar hefur tengt ung­menna­fé­laginu Stjörnunni í Garða­bæ frá barn­æsku og hefur verið for­maður fé­lagsins. Hann hefur setið í stjórn UMFÍ síðast­liðin fjögur ár.

Jóhann Steinar og Haukur.
Mynd/Aðsend

Kosning stjórnar UMFÍ fór fram á sam­bands­þingi UMFÍ, sem fram fór á Húsa­vík í gær. Nokkrar breytingar urðu á stjórn UMFÍ. Mál­fríður Sigur­hans­dóttir kom ný inn í stjórnina fyrir hönd Í­þrótta­banda­lags Reykja­víkur (ÍBR). Aðrir í stjórn UMFÍ voru kosin þau Gunnar Þór Gests­son frá Ung­menna­sam­bandi Skaga­fjarðar (UMSS), Ragn­heiður Högna­dóttir frá Ung­menna­sam­bandi Vestur-Skafta­fells­sýslu (USVS), Guð­mundur Sigur­bergs­son fyrir hönd Ung­menna­sam­bands Kjalar­nes­þings (UMSK), Gunnar Gunnars­son fyrir Ung­menna- og í­þrótta­sam­band Austur­lands (UÍA) og Sigurður Óskar Jóns­son frá Ung­menna­sam­bandinu Úlf­ljóti (USÚ).

Í vara­stjórn voru kosin þau Hall­bera Ei­ríks­dóttir frá Ung­menna­sam­bandi Borgar­fjarðar (UMSB), Lárus B. Lárus­son frá Ung­menna­sam­bandi Kjalar­nes­þings (UMSK), Gissur Jóns­son frá Héraðs­sam­bandinu Skarp­héðni (HSK) og Guð­munda Ólafs­dóttir frá Í­þrótta­banda­lagi Akra­ness (ÍA).

Þær Mál­fríður og Guð­munda koma báðar frá í­þrótta­banda­lögum sem fengu aðild að UMFÍ á sam­bands­þingi UMFÍ árið 2019.

UMFÍ er lands­sam­band ung­menna­fé­laga á Ís­landi. Innan þess eru 450 fé­lög, þar af nær öll í­þrótta­fé­lög landsins og eru iðk­endur rúm­lega hundrað þúsund.