Jóhann Sigmarsson, formaður og meðstofnandi Landsflokksins býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Jóhann, eða Jonni, er listamaður og kvikmyndagerðarmaður, fæddur árið 1969 í Reykjavík sem ólst upp í Laugarneshverfinu.
Jóhann hefur gert þrjár kvikmyndir í fullri lengd, Óskabörn Þjóðarinnar, Ein Stór Fjölskylda og Veggfóður sem að var frumraun hans og er ein af vinsælustu kvikmyndum sem að gerð hefur verið á Íslandi.
Í tilkynningu kemur fram að ferill hans hófst árið 1988 hjá sjónvarpsframleiðslufyrirtækinu + Film ehf. Frá 1988-2002 hefur Jóhann unnið við 500 til 600 stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, sjónvarps- og kvikmyndastúfa, sjónvarpsþætti, heimildamyndir og seríur.
Varamaður fyrir Jóhann Sigmarsson er Margrét Ásta Guðmundsdóttir, ljósmyndari og umhverfisverndarsinni.
Landsflokkurinn er stofnaður af hópi af fólki þann 20. mars á þessu ári, á sama sólarhring og byrjaði að gjósa á Reykjanesi. Flokkurinn fékk kennitölu þann 12. apríl 2021. Tilgangur félagsins er stjórnmálaflokkur sem býður fram í alþingiskosningum á landinu öllu samkvæmt vinnuútgáfu af kosningastefnuskrá sem að liggur fyrir.
Í stjórn Landsflokksins eru; Jóhann Sigmarsson formaður. Meðstjórnendur; Ksenija Sigmarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Glódís Gunnarsdóttir og Zoran Kokotovic.Varamenn; Hlynur Áskelsson, Margrét Ásta Guðmundsdóttir, Albert Albertsson, Ásberg Sigurðsson, Helga Rós Sveinsdóttir og Árni Ingólfsson.
Landsflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum L fyrir komandi kosningar 25 september 2021. Flokkurinn óskar hér með eftir fólki á kjörskrá af landinu öllu.
Fyrir kosningarnar leggur Landsflokkurinn áherslu á 40 kosningastefnumál sem að má sjá hér.