Jóhann Sig­mars­son, for­maður og með­stofnandi Lands­flokksins býður sig fram í Reykja­víkur­kjör­dæmi suður. Jóhann, eða Jonni, er lista­maður og kvik­mynda­gerðar­maður, fæddur árið 1969 í Reykja­vík sem ólst upp í Laugar­nes­hverfinu.

Jóhann hefur gert þrjár kvik­myndir í fullri lengd, Óska­börn Þjóðarinnar, Ein Stór Fjöl­skylda og Vegg­fóður sem að var frum­raun hans og er ein af vin­sælustu kvik­myndum sem að gerð hefur verið á Ís­landi.

Í til­kynningu kemur fram að ferill hans hófst árið 1988 hjá sjón­varps­fram­leiðslu­fyrir­tækinu + Film ehf. Frá 1988-2002 hefur Jóhann unnið við 500 til 600 stutt­myndir, tón­listar­mynd­bönd, aug­lýsingar, sjón­varps- og kvik­mynda­stúfa, sjón­varps­þætti, heimilda­myndir og seríur.

Vara­maður fyrir Jóhann Sig­mars­son er Margrét Ásta Guð­munds­dóttir, ljós­myndari og um­hverfis­verndar­sinni.

Lands­flokkurinn er stofnaður af hópi af fólki þann 20. mars á þessu ári, á sama sólar­hring og byrjaði að gjósa á Reykja­nesi. Flokkurinn fékk kenni­tölu þann 12. apríl 2021. Til­gangur fé­lagsins er stjórn­mála­flokkur sem býður fram í al­þingis­kosningum á landinu öllu sam­kvæmt vinnu­út­gáfu af kosninga­stefnu­skrá sem að liggur fyrir.

Í stjórn Lands­flokksins eru; Jóhann Sig­mars­son for­maður. Með­stjórn­endur; Kseni­ja Sig­mars­son, Sigurður Pálmi Ás­bergs­son, Gló­dís Gunnars­dóttir og Zoran Kokoto­vic.Vara­menn; Hlynur Ás­kels­son, Margrét Ásta Guð­munds­dóttir, Albert Alberts­son, Ás­berg Sigurðs­son, Helga Rós Sveins­dóttir og Árni Ingólfs­son.

Lands­flokkurinn hefur fengið út­hlutað lista­bók­stafnum L fyrir komandi kosningar 25 septem­ber 2021. Flokkurinn óskar hér með eftir fólki á kjör­skrá af landinu öllu.

Fyrir kosningarnar leggur Lands­flokkurinn á­herslu á 40 kosninga­stefnu­mál sem að má sjá hér.