Úr­slit liggj­a fyr­ir í próf­kjör­i Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæm­i og eru helst­u tíð­ind­in þau að Jóh­ann Frið­rik Frið­riks­son, bæj­ar­full­trú­i í Reykj­a­nes­bæ, hafð­i þar bet­ur í bar­átt­unn­i við Silj­u Dögg Gunn­ars­dótt­ur þing­mann og Daða Geir Sam­ú­els­son um ann­að sæti list­ans en Sig­urð­ur Ingi Jóh­anns­son, for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sótt­ist einn eft­ir efst­a sæti list­ans. RÚV greindi fyrst frá.

Silj­a Dögg greind­i frá því á fund­i Fram­sókn­ar­flokks­is þar sem úr­slit próf­kjörs­ins voru gerð kunn­ug að hún ætl­að­i ekki að þiggj­a þriðj­a sæti list­ans og því hætt­a á þing­i. Hún var í öðru sæti fyr­ir síð­ust­u kosn­ing­ar. Silj­­a Dögg hef­­ur set­­ið á þing­­i fyr­­ir Fram­­sókn síð­­an 2013 en Jóh­­ann Frið­r­ik hef­­ur set­­ið á þing­­i sem var­­a­þ­ing­m­að­­ur.

Í sam­t­al­­i við RÚV sagð­­i Jóh­­ann Frið­r­ik að hann væri afar þakk­l­át­­ur fyr­­ir stuðn­­ing­­inn sem hann hefð­­i hlot­­ið í próf­­kjör­­in þar sem hann hefð­­i vit­­að að erf­­itt væri að etja kapp­­i við Silj­­u Dögg um ann­­að sæt­­ið. Nið­­ur­­stað­­an hafi kom­­ið sér á ó­­vart og hann muni hætt­­a í bæj­­ar­­stjórn Reykj­­a­n­es­b­æj­­ar.

Alls greiddu 1165 manns at­kvæði í prófkjörinu og var kjör­sókn­in 37,5 prósent.

Úr­slit­in í heild sinni:

    1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Hruna­manna­hreppi 975 at­kvæði í 1. sæti
    2. Jó­hann Friðrik Friðriks­son, Reykja­nes­bæ 552 at­kvæði í 1. - 2. sæti
    3. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Reykja­nes­bæ 589 at­kvæði í 1. – 3. sæti
    4. Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, Reykja­nes­bæ 616 at­kvæði í 1. – 4. sæti
    5. Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Árborg 773 at­kvæði í 1. – 5. sæti