Næst­komandi for­seti Banda­ríkjanna, Joe Biden, brákaði á sér fótinn þegar hann var að leik við Mayor, annars German sheperd hunda sinna síðastliðinn laugardag. Læknir segir Biden hafa snúið sig á ökkla þegar hann hrasaði í leiknum.

78 ára demó­kratinn heim­sótti bæklunar­lækni í Newark, í Delaware, daginn eftir ó­happið „til að gæta fyllstu var­úðar.“ Eftir að hafa farið í tvær röntgen­mynda­tökur komu hár­fínar sprungurnar í ljós. „Það er við­búið að hann muni lík­lega þurfa spelku í nokkrar vikur,“ sagði Kevin O´Connor, einka­læknir Biden.

Biden fagnaði 78 ára afmæli sínu fyrr í mánuðinum og mun verða elsti forseti Bandaríkjanna þegar hann verður vígður í embættið þann 20.janúar á næsta ári. Vegna aldurs hans er talið að heilsa forsetans verði undir smásjá fylgjenda jafn sem andstæðinga hans.

Donald Trump, frá­farandi for­seti Banda­ríkjanna, fékk veður af slysinu á sunnu­daginn og óskaði Biden góðs bata á Twitter. „Láttu þér batna fljótt!“ skrifaði Trump.