For­seti Banda­ríkjanna, Joe Biden er laus við Co­vid-19 sjúk­dóminn eftir að greinst með veiruna síðast­liðinn júlí.

Biden, sem er 79 ára gamall greindist með kórónu­veiruna þann 21. júlí síðast­liðinn, en þá voru ein­­kenni hans sögð vera væg. Hann var laus við veiruna sex dögum síðar.

Hann greindist svo aftur með Co­vid-19 þann 30. júní síðast­liðinn, en þá var hann aftur sendur í ein­angrun.

Núna er for­setinn búinn að greinast nei­kvæður, en hann á þó eftir að fara í annað próf til að stað­festa það.

Hann hefur ein­angrað sig í Hvíta húsinu í sau­tján daga, en er sagður vera spenntur að komast af lóðinni.