Kjörinn forseti Bandaríkjanna, Joe Biden var bólusettur gegn Covid-19 í beinni útsendingu í dag. Hann vildi gera það til að auka traust almennings á öryggi bóluefnisins og til að stuðla að dreifingu efnisins á næsta ári. Eiginkona hans, Dr. Jill Biden var einnig bólu­sett fyrr í dag. Reuters greinir frá.

Biden var bólusettur með bóluefni frá Pfize á Christiana sjúkrahúsinu í Newark, Delaware.

Biden fetar því í fótspor Mike Pence, sitjandi vara­for­seti Banda­ríkjanna, sem var bólu­settur í beinni síðastliðinn föstudag.

Biden og ráðgjafar hans hafa sagt að þeir ætli sér að grípa hratt í taumana varðandi kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum og að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti þann 20. janúar næstkomandi. Biden er sjálfur í áhættuhóp en hann er með öndunarfærasjúkdóm og 78 ára gamall.

Bólu­setn­ing­ar hóf­ust í Banda­ríkj­un­um fyr­ir viku síðan eft­ir að lyfja­eft­ir­lit lands­ins samþykkti bólu­efni Pfizer og Moderna. Faraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa 315 þúsund manns látið lífið og fleiri en 17,5 milljónir manns smitast af Covid-19.