For­seti Banda­ríkjanna, Joe Biden, hefur aftur greinst með Co­vid-19. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Hvíta húsinu. CNN greinir frá.

Kevin O´Connor, læknir Biden, segir for­setann ekki með nein ein­kenni veirunnar og líði al­mennt vel, en engu að síður verði hann í ein­angrun í Hvíta húsinu næstu daga.

Biden greindist fyrst með Co­vid-19 þann 21. júlí síðast­liðinn, en þá voru ein­kenni hans sögð vera væg. Hann er full bólu­settur og hefur fengið tvo örvunar­skammta af bólu­efni. Að sögn upp­lýsinga­full­trúa Hvíta hússins, Karine Jean-Pi­er­re, fór Biden á lyfið Paxlo­vid strax eftir fyrri greiningu, en lyfið er talið hjálpa gegn veikindum vegna Co­vid-19.

O´Connor telur lík­legt að Biden sé enn með leifar af fyrri sýkingu, sem er al­geng meðal þeirra sem hafa tekið lyfið Paxlo­vid.

Eftir form­lega til­kynningu frá Hvíta húsinu tísti Biden um stöðuna, þar sem hann segist vera nokkuð hress og enn við störf, þrátt fyrir að vera í ein­angrun.