„Hann elskaði Defender og sá að það var enn þá markaður fyrir hreinræktaðan fjórhjóladrifinn bíl,“ segir Richard Longden, upplýsingafulltrúi hjá Ineos sem er í eigu Ratcliffes. „Við hönnunina horfum við ekki aðeins á Defender heldur Mercedes G Wagon og fleiri fjórhjóladrifna bíla.“

Hönnun útlitsins og gangverk Grenadier eru komin vel á veg og samið hefur verið við BMW um vélarnar. Longden segir að Ratcliffe hafi lært það af ferðum sínum í Afríku og víðar að svona bílar séu nauðsynlegir til að komast á ákveðna staði og klára ákveðin verk. „Þessi bíll verður ekki dæmigerður hlaupmótaður nútímajeppi. Það verða skarpar línur og horn,“ segir hann.

Það verða engar ávalar línur á jeppa Ratcliffe.