Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, er komin með Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvítahúsinu í dag.

Jill er sögð vera með væg flensu einkenni, en fengið uppáskrifað lyfið Paxlovid til að sporna við alvarlegum veikindum.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindist með veiruna fyrir um tveimur vikum síðan, þá í annað sinn .

Hjónin sem eru bæði tvíbólusett höfðu verið í fríi í Suður- Karólínu síðan 10. ágúst, og mun Jill ekki snúa heim aftur fyrr en hún hefur fengið tvö neikvæð próf í röð, sagði Eliszabeth Alexander, samskiptastjóri Jill Biden í yfirlýsingu.