Kínverski ríkisfjölmiðillinn Xinhua hefur tilkynnt að fyrrum forseti landsins, Jiang Zemin er látinn, 96 ára að aldri. Hann lést skömmu eftir hádegi í dag að kínverskum tíma.

Jiang Zemin komst til valda eftir uppreisnirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989 þegar hann tók við af Deng Xiaoping og hjálpaði hann meðal annars við að byggja upp kínverska efnahaginn.

Hann lét af völdum árið 2003 og hafði Kína þá tryggt sér ólympíuleikanna fyrir árið 2008, var orðinn meðlimur í Alþjóðaviðskiptastofnuninni og var auk þess komin langt á leið með að breytast í stórveldi.