Suzuki á Íslandi býður þér og þínum í jeppa/jepplingaferð laugardaginn þann 28. september. Mæting er á bílaplaninu hjá Ásvallalaug, Ásvöllum 2, Hafnarfirði kl.10:00 með góða skapið og að sjálfsögðu á Suzuki jeppa/jepplingnum. Keyrt verður Krísuvíkurhringinn ( Reykjanesfólksvang ).

Ofangreind leið eru fær óbreyttum jeppum/jepplingum. Grillvagninn mun grilla gómsæta hamborgara ofan í þátttakendur á leiðinni, allir fá smá Suzuki glaðning og höfum gaman saman. Áætlað er að þessi ferð í heild sinni taki ca 5 tíma.