Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein hefur verið handtekinn vegna gruns um mansal í kringum síðustu aldamót. Hann var handtekinn í New York í dag og mætir fyrir dómstóla á mánudaginn.

Kæran kemur í kjölfar endurskoðunar á svokölluðum játningarkaupum sem Epstein gerði við alríkislögregluna í fyrra þegar hann var til rannsóknar fyrir þessar ásakanir. Lögfræðingur hans hefur ekkert tjáð sig um málið. Kaupin fólust í því að hann játaði í staðinn á sig minna brot; að hafa keypt sér vændi stúlku sem var undir lögaldri.

Lögreglumönnum hefur verið bannað að tjá sig um málið en nokkrir hafa þó komið fram undir nafnleynd hjá bandarískum fréttastofum og veitt upplýsingar um málið. Einn þeirra sagði þannig nýjustu ásakanirnar snúa að því að Epstein hafi borgað stúlkum undir lögaldri fyrir að nudda sig og síðan misnotað þær á heimilum sínum í New York og Flórída.

Epstein, sem er nú 66 ára gamall, hefur áður verið ásakaður um að hafa misnotað tugi unglingsstúlkna í gegnum árin. Dómari í Flórída úrkurðaði um daginn að saksóknarar hefðu brotið lög með því að semja um játningarkaupin við Epstein án vitneskju fórnarlamba hans. Nú er til skoðunar hvort sá samningur sé enn gildur.

Frétt BBC um málið.