Bílar

Jeep Wrangler fær eina stjörnu í öryggisprófi

Wrangler hafði áður fengið 3 stjörnur í bandaríska NHTSA-prófinu, en þar eru gerðar minni kröfur til öryggiskerfa, sem forða eiga árekstrum. Wrangler fékk síðan hörmulega einkunn í árekstrarprófi.

Jeep Wrangler Renegade.

Jeep Wrangler jeppinn er af tiltölulega nýrri kynslóð og kom nýr á markað í fyrra. Það þýðir þó ekki að vel sé hugað að öryggisatriðum í bílnum þar sem sem hann fékk aðeins eina stjörnu í öryggisprófun Euro NCAP nýverið. Wrangler hafði áður fengið 3 stjörnur í bandaríska NHTSA prófinu, en þar eru gerðar minni kröfur til öryggiskerfa, sem forða eiga árekstrum. Í bílnum eru til dæmis ekki akreinavari né sjálfvirk hemlun. 

Í árekstrarprófunum fékk bíllinn svo herfilega einkunn, eða 56,7% og er leit að verri einkunn fyrir svo stóran bíl. Jeep Wrangler kemst þó ekki eins nærri botninum í öryggisprófunum og Fiat Panda sem fékk nýlega enga stjörnu hjá Euro NCAP. Bæði Jeep Wrangler og Fiat Panda eru framleiddir af Fiat Chrysler Automobiles, en þó sitthvoru megin Atlantshafsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Minnkun bílasölu í Kína ekki meiri í 7 ár

Bílar

Snýr Toyota MR2 aftur með hjálp Subaru?

Bílar

Volkswagen seldi 6.700 prufubíla

Auglýsing

Nýjast

Gul stormviðvörun á morgun

Lægri fast­eigna­skattur og hærri syst­kina­af­sláttur

Vegagerðin vill Þ-H þrátt fyrir nýja greiningu

Varð fyrir 500 kílóa stálbita

„Hefði orðið upplausn í Bretlandi“

Stóð af sér tillögu um vantraust með góðum meirihluta

Auglýsing