Tomoaki Onizuka, yfirmaður lögreglunnar í Nara segir að það hafi verið brestir í öryggismálum þegar fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, var skotinn í bakið við ræðuhöld í gær.
Abe var að halda stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara-héraðinu í vesturhluta Japans, þegar maður að nafni Yamagami Tetsuya skaut hann með heimagerðu vopni.
Onizuka sagði að málið yrði rannsakað frekar, en hann telur það óneitanlegt að brestir hafi verið í öryggismálum Abe á meðan stuðningsfundinum stóð.
Gríðarlega ströng vopnalöggjöf er í Japan og eru ofbeldis glæpir sem framdir eru með skotvopnum því virkilega sjaldgæfir. Til að mynda voru einungis 9 morð framin með skotvopni í landinu en yfir 125 miljón manns búa í Japan