Einn af leiðtogum vígamannanna sem myrtu hina dönsku Louisu Vesterager Jespersen og hina norsku Maren Ueland í Marokkó undir lok síðasta árs játaði í dag að hafa afhöfðað aðra þeirra.

Hinn 25 ára Abdessamad Ejjoud sagði fyrir dómi í dag að hann sæi eftir verknaðnum hrottafengna. Hann, auk 23 annarra vígamanna, eru ákærðir í málinu en aðalmeðferð þess fer þessa stundina fram í Salé, nærri Rabat sem er höfuðborg Marokkó.

Ejjoud sagði einnig fyrir dómi að þeir hafi verið undir áhrifum Íslamska ríkisins. „Við elskuðum Íslamska ríkið og báðum til Guðs fyrir því,“ sagði hann.

Jespersen, sem var 24 ára þegar henni var ráðinn bani, og Ueland, 28 ára, voru á ferð um Atlas-fjöllin hinn 17. desember síðastliðinn þegar mennirnir urðu á vegi þeirra. Þær fundust látnar í tjaldi sínu skömmu seinna.

Áðurnefndur Ejjoud, hinn 27 ára Younes Ouaziyad og Rachid Afatti, 33 ára, eru taldir hafa fyrirskipað morðin og tekið þátt í þeim. Þeir gætu þeir átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir.

Myndband sem virðist sýna þegar önnur kvennanna er afhöfðuð fór í dreifingu á netinu. Sendingarnar byrjuðu á milli stuðningsmanna Íslamska ríkisins en rataði að lokum til Noregs og Danmerkur. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á myndefninu.

Frétt BBC um málið.