Gunnar Jóhann Gunnars­son játaði við hand­töku að hafa skotið hálf­bróður sinn að morgni laugar­dags í Mehamn í Noregi. Frá þessu greinir lög­fræðingur lög­reglunnar í Finn­mark, Anja M. Ind­bjør, við norska miðilinn Ver­d­ens gang í dag.

Hún segir að ekki hafi enn tekist að yfir­heyra Gunnar en að bæði hann og hinn maðurinn sem hand­tekinn var síðasta laugar­dag vegna morðsins verði báðir yfir­heyrðir klukkan 10 á morgun.

Hún taldi að þá myndi hinn maðurinn út­skýra frekar hvernig hann tengist málinu ekki, en hann hefur frá því að hann var hand­tekinn neitað sök og segist ekki tengjast málinu á neinn hátt.

Mennirnir voru báðir leiddir fyrir dómara í gær og úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald. Gunnar Jóhann var úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald en hinn maðurinn í eina viku.

Baðst afsökunar á að hafa framið „sví­virði­legan glæp“ á Face­book

Lög­reglu í Mehamn í Noregi barst til­­kynn­ing klukkan hálf sex á laugar­dags­morgun að skot­i hafi ver­ið hleypt af í heim­a­hús­i í bæn­um. Á vett­v­ang­i fannst Gísl­i Þór al­var­­leg­a særð­ur og hóf­ust end­ur­­líf­gun­ar­t­il­r­aun­ir þá og þeg­ar. Þær báru ekki ár­ang­ur og var hann úr­­­­­skurð­að­ur lát­inn skömm­u síð­ar.

Gunn­ar Jóh­ann og hinn Ís­­­lend­ing­ur­inn voru hand­­­tekn­ir á nær­­­liggj­and­i stað skömm­u síð­ar og færð­ir í fang­a­­­klef­a, grun­að­ir um ó­­­­­dæð­ið. Gunn­ar hafð­i skrif­að færsl­u á Face­book-síðu sína þar sem hann bast af­sökunar á að hafa framið „sví­v­irð­i­­­leg­an glæp“. Hann hafi ekki ætl­að að hleyp­a skot­in­u af. Lög­reglan gaf það út í vikunni að Gunnar hafi verið í nálgunar­banni gagn­vart Gísla Þór og að hann hafi áður haft í hótunum við hann.