Lög­reglan á Suður­nesjum gerði um helgina hús­leit í íbúð hjá manni sem síðar játaði játaði fram­leiðslu og vörslu fíkni­efna en neitaði að hafa stundað sölu á efnum. Í íbúð mannsins fannst tals­vert magn af kanna­bis­efnum í sex krukkum. Einnig fundust kanna­bis­efni í poka. Þá var á staðnum tjald sem búið var að setja upp fyrir kanna­bis­ræktun.

Maðurinn hafði einnig í fórum sínum tugi þúsunda í ís­lenskum krónum og pólskum slotum og voru þeir fjár­munir hald­lagðir í þágu rann­sóknarinnar.

Gleymdi sér við að horfa á forn­bíla

Um helgina varð á­rekstur í um­dæmi lög­reglunnar á Suður­nesjum um helgina. Öku­maður sem var á ferðinni kom auga á mikinn fjölda bif­hjóla og forn­bíla á bíla­stæðinu við Olís við Fitja­bakka og gleymdi sér við að horfa á flotann. Hann ók þá aftan á aðra bif­reið með þeim af­leiðingum að flytja þurfi öku­mann hennar með sjúkra­bif­reið undir læknis hendur.

Stalst á fjór­hjóli í skólann

Þá var lög­reglu til­kynnt um 12 ára pilt á litlu fjór­hjóli í um­ferðinni . Lög­regla hafði tal af pilti og kom þá í ljós að hann hafði stolist á hjólinu og skroppið að skólanum sínum. Honum var tjáð að svona nokkuð mætti hann alls ekki gera og sagðist hann skilja það.