Kærasti Gabby Petito, Brian Laun­dri­e, viður­kenndi áður en hann fyrir­fór sér að hafa myrt hana. Það gerði hann í dag­bók sem fannst nærri líki hans sam­kvæmt banda­rísku Al­ríkis­lög­reglunni, FBI.

Laun­dri­e er talinn hafa skotið sjálfan sig eftir að lík Petito fannst í septem­ber síðast­liðnum en hann kyrkti hana til bana. Líkið fannst á tjald­svæði í Wyoming en parið hafði verið saman á ferð yfir landið.

Lík Laun­dri­e fannst í Flórída nærri heimili for­eldra hans í októ­ber á síðasta ári og með honum byssan, bak­pokinn hans og dag­bókin hans. Greint er frá á BBC.

„Sam­kvæmt rann­sókn okkar er enginn annar sem er talinn tengjast beint sorg­legum dauð­daga Gabby Petito annar en Brian Laun­dri­e,“ sagði FBi full­trúinn Michael Schneider í yfir­lýsingu sem send var út í gær, föstu­dag, og að helsta mark­mið rann­sóknarinnar hafi verið að fá rétt­læti fyrir Gabby Petito og fjöl­skyldu hennar.

Fjöl­skylda Petito þakkaði lög­reglunni í yfir­lýsingu fyrir sín störf og nefndu sér­stak­lega deild innan al­ríkis­lög­reglunnar sem þjónustar brota­þola og sögðu starfs­fólkið hafa hjálpað allri fjöl­skyldunni að komast í gegnum versta tíma­bil lífs síns.

Mál Petito vakti mikla at­hygli í Banda­ríkjunum en þau höfðu vand­lega skrá­sett alla ferðina á Inter­netinu. Hann kom einn heim til sín að loknu ferða­laginu í septem­ber en mamma Petito til­kynnti hana týnda 11. septem­ber eftir að hún hætti að svara sím­tölum frá henni. Lík hennar fannst svo þann 19. sama mánaðar. Hún sást síðast á lífi þann 27. ágúst.