Em­bætti héraðs­sak­sóknara hefur fellt niður saka­mál á hendur Sam­herja en hefur ekki lokið rann­sókn sinni á þeim málum sem tengjast máli Sam­herja í Namibíu. Í sam­tali við Frétta­blaðið stað­festir Ólafur Þór Hauks­son, héraðs­sak­sóknari, að skatta­málin hafi verið flutt yfir til Skattsins. Sam­kvæmt sam­komu­lagi við Skattinn greiðir Sam­herji 230 milljón krónur í sekt en auk þess leggur Skatturinn endur­á­lagningu á fé­lög Sam­herja vegna rekstrar­áranna 2012 til 2018.

Sáttirnar mill Sam­herja og Skattsins fela í sér að Sam­herji greiði við­bótar­skatt vegna stað­greiðslu opin­berra gjalda og tryggingar­gjalds af sjó­mönnum á er­lendum skipum. Sam­kvæmt til­kynningu Sam­herja var sáttin gerð að frum­kvæði Skattsins. Sam­herji greiðir um 213 milljónir króna, auk dráttar­vaxta í endur­á­lagningu og 15 milljón króna sektar.

Í tilkynningu frá Samherja segir að héraðssaksóknari hafi fellt niður mál á hendur félaga tengdum Samherja og starfsfólki þeirra. Með því telur Samherji að að hvorki starfsmenn né stjórnendur Samherja hafi gerst sekir um refsiverð brot.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari segir að em­bættið sé enn með mál­efni Sam­herja í Namibíu til rann­sóknar. Þar er út­gerðar­fé­laginu gefið að sök að hafa staðið í mútu­greiðslum og peninga­þvætti. Sú rann­sókn sé vel á veg komin.

„Namibíu-rann­sóknin er á sama stigi og áður og er vinnan hérna heima langt á veg komin. Við erum með réttar­beiðnir úti­standandi, þar með út í Namibíu þar sem við erum ekki búin að fá hana fram­kvæmda og við erum að ýta á það. Tímafaktorinn liggur svo lítið í hendi þeirra yfir­valda sem við erum að leita eftir að­stoð hjá,“ segir Ólafur og bætir við að Co­vid-19 far­aldurinn hafi spilað inn í rann­sókn málsins, sem hófst árið 2019.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Fréttablaðið/GVA