Innlent

Gold­fin­­ger lokar: „Þessi bransi er löngu dauður“

Jar­oslava Davíðs­son hefur á­kveðið að hætta rekstri Gold­fin­ger í nóvember. Hún hefur rekið staðinn síðan Ás­geir Þór Davíðs­son, lést 2012 en segir nú mál að linni.

Jaroslava segist hafa fengið nóg af því að standa í að reka kampavínsklúbb og ætlar að skella Goldfinger í lás í síðasta sinn eftir rúma tvo mánuði. Fréttablaðið/Samsett

Goldfinger í Kópavogi, elsta kampavínsklúbbi landsins, verður lokað í nóvember, tæpum nítján árum eftir að Ásgeir Þór Davíðsson, Geiri á Goldfinger, opnaði staðinn á Smiðjuvegi.

„Þessi bransi er löngu dauður og ég er búin að fá nóg af því að standa í þessum rekstri,“ segir Jar­oslava Davíðs­son, ekkja Ásgeirs, í samtali við Fréttablaðið. „Ég er með rekstrarleyfi þriggja mánaða og er búin að ákveða að skella endanlega í lás 24. nóvember og líta aldrei til baka.“

Jaroslava keypti Goldfinger úr dánarbúi Ásgeirs Þórs 2012 og var þá ákveðin í að halda rekstrinum gangandi í anda Geira. Því má segja að með lokun Goldfinger í nóvember verði ákveðin kaflaskil í sögu nektarstaða á Íslandi.

Þegar Jaroslava lokar verða aðeins tveir kampavínsklúbbar eftir á höfuðborgarsvæðinu, Crystal og Shooters, báðir í miðbæ Reykjavíkur.

Ásgeir Þór Davíðsson var jafnan kenndur við Goldfinger sem verður lokað í vetur, rétt tæpum nítján árum eftir að Geiri opnaði staðinn í Kópavoginum. Fréttablaðið/Eyþór

Jaroslava segist vera dauðuppgefin á að standa í því að reka næturklúbb og nú sé tímabært að snúa sér að öðru og njóta lífsins. „Mér er alveg sama um framhaldið, hvort einhver vilji kaupa staðinn eða halda áfram að reka klúbb þarna. Ég er búin að ákveða að hætta og það er það eina sem skiptir máli.“

Geiri á Goldfinger opnaði staðinn í Kópavogi 13. desember 1999 þannig að staðurinn verður rétt tæplega nítján ára þegar Jaroslava lætur gott heita. „Þangað til verður opið eins og venjulega og ég slæ upp góðu kveðjupartíi í lok nóvember og kem ekki aftur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hvasst og vætusamt víðast hvar

Hvalveiðar

Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins

Samfélag

Geitin komin á sinn stað

Auglýsing

Nýjast

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Fyrstu kaup aldrei erfiðari

Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman

Fagna frumvarpi um tilkynningaskyldu

Auglýsing