Lög­reglan á Norður­landi eystra vekur sér­staka at­hygli á slæmu á­standi á Ólafs­firði, á Face­book síðu sinni. Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur Veður­stofa Ís­lands gefið út rauða veður­við­vörun í lands­hlutanum.

Á Ólafs­firði hafa járn­plötur af hús­þökum verið að fljúga um bæinn og hefur lög­reglan gripið til við­eig­andi ráð­stafana vegna þess. Búið er að loka götum í Ólafs­firði sunnan Páls­bergs­götu og Nor­landia.

Þá hefur mat­vöru­verslun einnig verið lokað og biðlar lög­reglan til íbúa um að sýna ítrustu var­kárni.