Klukkan sex mínútur yfir sex í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 3,4 um það bil þrjá kílómetra norðaustan við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skjálftanum fylgdu nokkrir minni skjálftar, sem voru allir undir stærðinni 1,9. Skjálftinn fannst í byggð en enginn órói sést á mælum Veðurstofu. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði.