Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 á richter átti sér stað rétt fyrir kvöldmatarleytið, 19,4 km SV af Húsafelli.

Mbl.is greindi fyrst frá skjálftanum og bætir við að þetta sé í þriðja sinn sem jarðskjálfti á þessu svæði fer yfir þrjá á richter það sem af er árs.

Um leið hafa um 160 skjálftar mælst á svæðinu undanfarna vikur.