Í kvöld klukkan 21 mældist skjálfti að stærð 3,2 í Mýr­dals­jökli. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands.

Í til­kynningunni segir að skjálftar af þessari stærð séu ekki ó­al­gengir í Mýr­dals­jökli og voru síðast mældir þrír skjálftar yfir 3 af stærð í októ­ber síðast­liðnum.

Einnig hafa nokkrir minni­háttar skjálftar fylgt í kjöl­farið.

Þá hefur Veður­stofu ekki borist til­kynningar um að skjálftans hafi orðið vart.