Jarðskjálfti að stærð 5,7 varð 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili á Reykjanesi klukkan sex mínútur yfir tíu í morgun samkvæmt yfirfærðum upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, m.a. í Vestmannaeyjum.

Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, nokkrir yfir fjórir að stærð og jörð heldur áfram að skelfa á höfuðborgarsvæðinu.

25 skjálftar yfir 3 að stærð hafa mæslst frá því klukkan fimm mínútur yfir tíu.
Skjáskot/Veðurstofan

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar aðstæður

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum auk Veðurstofunar. Lögreglan á Suðurnesjum fer núna um svæðið til að kanna áhrif skjálftans. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar farin á svæðið til að kanna aðstæður.

Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum samkvæmt almannavörnum.

Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, segir í sambandi við Fréttablaðið, að skjálftarnir eigi rót að rekja til Grindarvíkur þar sem jarðskjálftavirkni hefur verið mikil frá því í nótt. Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janúar.

Fréttin er í vinnslu.