Jarð­­skjálfti af stærð 3,6 varð um 1,2 kíló­­metra suð­vestur af Keili klukkan 16:14 og fannst hann víða á höfuð­borgar­svæðinu.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofunni.

Skjálftinn er sá stærsti sem orðið hefur í dag og sá fimmti stærsti frá því að skjálfta­hrinan við Keili hófst 27. septem­ber.

Í hrinunni hafa alls 8200 skjálfta mælst með sjálf­virku stað­setningar­kerfi Veður­stofunnar.

Hér má sjá ó­yfir­farnar frum­niður­stöður jarð­skjálfta­mælinga Veður­stofunnar.