Jarð­skjálfti af stærðinni 3,3 varð á fjórða tímanum í dag norð­vestur af Gjögur­tá við mynni Eyja­fjarðar, klukkan kortér yfir þrjú í dag. Mögu­legt er að skjálftinn hafi fundist í byggð. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Upp­tök skjálftans voru tuttugu kíló­metrum frá Siglu­firði og Ólafs­firði og er skjálftinn sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í rúmar tvær vikur.

Skjálftinn er hluti af hrinu sem staðið hefur yfir í Eyja­firði frá því 19. Júní síðast­liðinn. Að sögn náttúru­vá­sér­fræðings Veður­stofunnar er ó­mögu­legt að segja til um hve­nær hrinan tekur enda.

Mynd/Veðurstofa Íslands