Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter var í vestanverðri Torfajökulsöskju nálægt Landmannalaugum á fimmta tímanum í dag. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst síðan.

Mögulegt að fólk hafi orðið vart við skjálftan

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum en telja þó ekki útilokað að fólk staðsett á svæðinu hafa orðið vart við hann.

Sjö mánuðir eru síðan skjálftar á þessari stærðargráðu mældust á svæðinu en einnig mátti greina svipaða skjálfta í ágúst árið 2018.