Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 mældist um 11 kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:42.

Tíu mínútum síðar, klukkan 03:52, varð annar skjálfti af stærðinni 3,7 á svipuðum slóðum. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að rúmlega 40 smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Þetta er stærsti skjálfti á svæðinu frá 19. júlí, en þá varð skjálfti af stærðinni 4,4. Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á þessu svæði frá því í júní og eru þessi skjálftar hluti af þeirri virkni.