Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 15:39 á Reykjanesskaga.
Hann átti upptök sín 1,5 km vestur af Keili. Vakthafandi jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líkt og í hádeginu fylgi fjöldi minni eftirskjálfta í kjölfarið.
„Þetta er ekkert að róast,“ sagði fulltrúi Veðurstofunnar í samtali við Fréttablaðið.
Skjálftinn í hádeginum, sem var 4,3 að stærð, átti upptök 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftinn fannst vel í byggð og virtist koma í tveimur eða þremur bylgjum. Jarðfræðingur segir þetta hafa verið einn stór skjálfti og svo nokkrir litlir af öðrum svæðum sem fylgdu með.