Jarð­skjálfti að stærðinni 3,9 varð um þrjá kíló­metra norður af Grinda­vík rétt eftir klukkan eitt í nótt. Í­búar á Reykja­nes­skaganum fundu fyrir skjálftanum sam­kvæmt upp­lýsingum Veður­stofunnar.

Í kringum hundrað eftir­skjálftar hafa mælst í kjöl­farið, stærstir þeirra voru af stærð 2,9 klukkan 01:09, 2,8 klukkan 01:17 og 2,6 klukkan 01:26. Sam­kvæmt veður­stofunni urðu síðast skjálftar af þessari stærð fyrir um mánuði síðan við Eld­vörp á Reykja­nes­skaga.

Í sam­tali við frétta­stofu RÚV segir Bryn­dís Ýr Gísla­dóttir, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, að ekki hafi greinst nein um­merki um gos­ó­róa eða kviku­hreyfingar.