Frá klukkan 18:06 til 18:33 í dag mældust þrír skjálftar yfir þremur við Reykjanestá og nærri Grindavík. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að sá fyrsti hafi verið klukkan 16:06 og var um 3,4, annar skjálftinn varð svo tólf mínútum síðar og var 3,0 að stærð og sá síðasti var klukkan 18:33 og var jafnframt sá stærsti, eða 3,8 að stærð.

„Það er enginn gosórói eða neitt þannig. Stærsti var 3,8 og þetta er hluti af þessari virkni á Reykjanesinu sem er búin að vera. Það er einhver spennulosun,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfæðingur hjá Veðurstofunni.

Hún segir að í dag hafi verið mældir alls um 750 skjálftar á svæðinu.

Í gær var greint frá því að greinilegt ris væri í kringum Svartsengi en það sást á nýrri gervihnattarmynd sem má sjá hér að neðan. Haldinn var íbúafundur í Grindavík þar sem farið var yfir stöðu mála með íbúum.

Mynd/Veðurstofan