Nú klukkan 10:22 reið yfir skjálfti að stærð 3,7 sem átti upptök sín um tvo kílómetra austur af Kleifarvatni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands tilheyrir skjálftinn gikkskjálftavirkni sem hefur verið viðvarandi undanfarna viku í tengslum við breytt spennuástand sökum kvikuinnskots við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.