Í gærkvöldi klukkan 22:02 varð jarðskjálfti 3,3 að stærð með upptök um 1,5 kílómetra norðvestur af Húsavík.

Skjálftinn fannst vel á Húsavík og í nærliggjandi sveitum. Veðurstofunni hafa ekki borist fregnir af skemmdum enn sem komið er. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt. Veðurstofan fylgist vel með framvindu virkninnar en enn er í gildi óvissustig Almannavarna vegna jarðskjálfta á Norðurlandi.