Í dag klukkan 10:46 varð jarðskjálfti að stærð 3,3 við Kleifarvatn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fannst jarðskjálftinn víða á höfuðborgarsvæðinu en þeim hafa borist margar tilkynningar.
„Við fundum vel fyrir honum hérna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á jarðvakt Veðurstofunnar, í samtali við Fréttablaðið.
„Það hafa mælst töluvert af skjálftum þarna undanfarna daga,“ segir Lovísa Mjöll og að þeir hafi verið að raða sér þarna og í kringum Fagradalsfjall og Þorbjörn nærri Grindavík.