Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.

Um stakan skjálfta var að ræða en engin skjálftavirkni hefur mælst í kjölfarið, né heldur gosórói, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Skjálfti að sömu stærð mældist síðast á svæðinu í september síðastliðinn.