Jarð­skjálfi að stærð 4,8 varð í morgun á Balí í Indónesíu. Í það minnsta þrír eru látnir, þar meðal þriggja ára stúlka, og fjöldi heimila ónýt. Jarð­skjálftinn varð snemma í morgun að staðar­tíma og gerist á sama tíma og eyjan er að opna aftur fyrir ferða­mönnum.

Í frétt AP kemur fram að upp­tök jarð­skjálftans hafi verið um 62 kíló­metrum norð­austur af Singaraja sem er hafnar­bær á Balí. Upp­tökin voru á að­eins tíu kíló­metra dýpi sem talið hafa aukið eyði­legginguna í kjöl­far hans.

Björgunar­sveitir eru komnar á vett­vang en eru enn að safna upp­lýsingum um skemmdir og slys eða and­lát. Sjö hafa verið til­kynnt slösuð.

Í kjöl­far jarð­skjálftans varð aur­skriða þar sem tveir létust. Skriðan lokaði að­gengi að þremur bæjum.

Í Kar­anga­sem urðu skemmdir á bæði heimilum og hofum. Svæðið er meðal þeirra sem urðu hvað verst úti. Að sögn I Nengah Kertawa, höfuðs Bunga þorpsins, er ekki hægt að búa lengur í um 60 prósent húsanna á svæðinu.

Alls búa um fjórar milljónir á Balí og hefur um ára­bil verið vin­sæll á­fanga­staður ferða­manna. Eyjan opnaði síðasta fimmtu­dag fyrir al­þjóð­lega ferða­langa í fyrsta skipti í meira en ár.

Nánar á vef AP.