Jarð­skjálfti fannst um allt höfuð­borgar­svæðið og víðar rétt fyrir klukkan tvö í dag. Sam­kvæmt fyrstu niður­stöðum var skjálftinn 5,7 að stærð.

Jarð­skjálftinn fannst greinilega vel á Al­þingi og var Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata í pontu meðan þegar jarðskjálftinn hófst. Helgi forðaði sér úr pontu um leið og jarðhreyfingarnar byrjuðu.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis og þing­maður Vinstri grænna var hins vegar hinn ró­legasti á meðan skjálftinn reið yfir enda jarð­fræðingur að mennt. Hann sagði við þing­menn að sitja bara ró­leg í sætum sínum á meðan skjálftinn gekk yfir.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.