Jarð­skjálfti að stærð 3,5 varð um þrjá kíló­metra norður af Reykja­nes­tá rétt fyrir klukkan eitt eftir há­degi. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjöl­farið.

Að sögn Sig­ríðar Magneu Óskars­dóttur, náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands, eru jarð­skjálftar þekktir á þessu svæði.

„Skjálftinn var á sjö kíló­metra dýpi. Minni skjálftarnir voru kannski tíu talsins og að stærð 0,5 til einn. En við erum ekki búin að fara yfir þá alla. En þetta er ekkert ó­venju­legt,“ segir Sig­ríður Magnea.