Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð um þrjá kílómetra norður af Reykjanestá rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru jarðskjálftar þekktir á þessu svæði.
„Skjálftinn var á sjö kílómetra dýpi. Minni skjálftarnir voru kannski tíu talsins og að stærð 0,5 til einn. En við erum ekki búin að fara yfir þá alla. En þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir Sigríður Magnea.