Í nótt klukkan 4:31 varð jarðskjálfti sem var 3,5 að stærð nálægt Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn varð 1,9 km norðan af Grindavík og Veðurstofunni bárust tilkynningar um að fólk hefði orðið vart við skjálftann. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og kl. 4:59 varð jarðskjálfti sem var 3,2 að stærð.