Jarð­skjálfta­hrina hófst á Reykja­nes­hrygg upp úr há­degi í dag og mældust nokkrir skjálftar stærri en 3,0 að stærð á skömmum tíma. Í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands kemur fram að sá stærsti hafi orðið rúm­lega eitt í dag og mældist hann 4,5 að stærð.

Tugir minni skjálfta mældust í kjöl­far minni skjálftanna og halda enn á­fram að mælast. Þá bárust Veður­stofunni þó nokkrar til­kynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftunum meðal annars á Reykja­nes­hrygg, höfuð­borgar­svæðinu og á Akra­nesi.

Rúmt ár síðan síðasta hrina átti sér stað

Síðast mældust jarð­skjálftar af svipaðri stærð á Reykja­nes­hrygg í júní 2018 og snörp jarð­skjálfta­hrina varð á svipuðum slóðum í júní og júlí 2015 en þá mældist stærsti skjálftinn 5,0 að stærð og sjö skjálftar stærri en 4,0 svo ekki er um eins­dæmi að ræða.