Ríkisstjórnin í Japan hefur sett af stað keppni þar sem óskað er eftir hugmyndum til að fá fólk til að drekka meira áfengi.

Hvatinn að baki keppninni er viðhorfsbreyting hjá ungu fólki þegar kemur að áfengi sem hefur leitt til lægri skatttekna. Ungir Japanir eru því hvattir til að koma með tillögur til að endurvekja vinsældir áfengra drykkja.

Samkvæmt skattstofu Japans hefur árleg áfengisneysla þar í landi dregist saman úr að meðaltali 100 lítrum á íbúa árlega árið 1995 niður í 75 lítra árið 2020. Þessi samdráttur hefur komið niður á skatttekjum ríkissjóðs sem er þegar rekinn með talsverðum halla.