Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss eru undanskilin listanum.

Ríkjum ESB hefur verið ráðlagt að aflétta smám saman ferðatakmörkunum á sjö ríkjum sem þegar eru á listanum, Ástralíu, Ísrael, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Singapúr, Suður-Kóreu og Taílandi.

Þrátt fyrir að Bretland hafi verið innan viðmiða fyrir listann, var ákveðið að bíða með að bæta því við, þar sem vaxandi áhyggjur eru af afbrigði veirunnar sem fyrst greindist á Indlandi.

Staðan verður metin aftur um miðjan júní til að sjá hvort Bretland eigi heima á listanum