Mót­efn­a­svör­un við Co­vid-19 eft­ir eina ból­u­setn­ing­u með ból­u­efn­i Jans­sen er sterk átta mán­uð­um eft­ir ból­u­setn­ing­u. Mót­efn­a­svör­un­in er einn­ig sterk gegn Delt­a-af­brigð­in­u.

Þett­a kem­ur fram í bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar John­son & John­son, fram­leið­and­a ból­u­efn­is­ins, í Band­a­ríkj­un­um. Tutt­ug­u manns tóku þátt í rann­sókn­inn­i og var mót­efn­a­svar hjá helm­ingn­um met­ið átta mán­uð­um eft­ir að hóp­ur­inn fékk eina spraut­u og hinn helm­ing­ur­inn hálf­u ári eft­ir að fá tvær spraut­ur.

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um fram­leið­ir lík­am­inn mót­efn­i og T-frum­ur gegn Delt­a-af­brigð­in­u eft­ir einn skammt af ból­u­efn­i Jans­sen, líkt og gegn Alpha og Beta-af­brigð­um Co­vid-19.

John­son & John­son bæt­ist þar með í hóp ból­u­efn­a­fram­leið­end­a sem sýna fram á að efni þeirr­a fram­kall­i mót­efn­i gegn Delt­a, sem hef­ur dreift sér gríð­ar­leg­a hratt frá Ind­land­i þar sem það fannst fyrst. Það er nú ráð­and­i af­brigð­i Co­vid-19 í Band­a­ríkj­un­um og Evróp­u, auk þess sem það hef­ur greinst hér á land­i.

Mat­ha­i Mam­men, yf­ir­mað­ur þró­un­ar­mál­a hjá John­son & John­son seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar sýna fram á að ból­u­efn­i veit­i „mög­u­leg­a tvö­fald­a vörn gegn Co­vid-19, þar með tal­ið gegn Delt­a-af­brigð­in­u og öðr­um af­brigð­um sem vald­a á­hyggj­um.“