Hollywood leikarinn Jamie Foxx greindi frá því í gær­kvöldi að hann væri harmi lostinn vegna and­láts systur sinnar, Deondru Dixon. Deondra, sem var með Down´s heil­kennið, var að­eins 36 ára gömul þegar hún lést þann 19. októ­ber síðast­liðinn.

„Hjartað mitt er brotið í þúsund mola,“ skrifaði Foxx á sam­fé­lags­miðlum. Hann sagði þó að þrátt fyrir að Deondra væri látin myndi hún á­valt lifa í hjörtum þeirra sem þekktu hana. „Allir sem þekktu systur mína vissu að hún var ljós sem skein skært.“

Hún var þekkt fyrir ó­trú­lega dans­hæfi­leika og tók iðu­lega yfir dans­gólfið á við­burðum. „Ég veit að hún er núna á himnum að dansa með vængina sína.“

Ómetanlegar minningar

Þrátt fyrir að sárs­aukinn yfir brott­hvarfi hennar sé ó­bæri­legur kveðst Foxx enn brosa þegar hann hugsi um allar fal­legu minningarnar sem hún skildi eftir. „Deondra skildi eftir holu í hjarta mínu en ég mun fylla hana með öllu minningunum sem þú gafst mér.“

Leikarinn segir fjöl­skylduna vera í molum en að þau muni reyna að líma brotin saman aftur með ást sinni til Deondru. „Hugsið til fjöl­skyldunnar okkar í bænunum ykkar.“

View this post on Instagram

My heart is shattered into a million pieces... my beautiful loving sister Deondra has transitioned... I say transitioned because she will always be alive... anyone who knew my sis... knew that she was a bright light... I can’t tell you how many times we have had parties at the house where she has got on the dance floor and stolen the show... even gave her boyfriend @chrisbrownofficial a run for his money... well I know she is in heaven now dancing with her wings on...tho my pain is unbelievable I smile when I think of all of the great memories that she left me... my family... and her friends… from dancing in the blame it video… to Dancing on the Grammys… And becoming The ambassador to @globaldownsyndrome... from sliding down my stairs with a grin as wide as the rio grand... to serenading us with all of her music... Deondra you have left A hole in my heart... but I will fill it with all of the memories that you gave me ... I love you with every ounce of me... our family is shattered but we will put the pieces back together with your love... and y’all please keep my family in your prayers... 💔💔💔

A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) on