Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og stofnandi Stuðmanna og Græna hersins, skipar efsta sæti lista Flokks Fólksins í Norðausturkjördæmi. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, skipar annað sætið, Brynjólfur Ingvarsson, læknir, er í þriðja sæti á listanum og í því fjórða er Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur og kennari.
Ég geng heils hugar til liðs við þau góðu stefnumál og ekki síst þann málstað réttlætis og mannúðar sem Flokkur fólksins boðar,“ sagðiJakob Frímann þegar tilkynnt var um fyrirhugað framboð hans í ágúst.
Framboðslistinn:
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður
Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari
Brynjólfur Ingvarsson, læknir
Diljá Helgadóttir, lífefnafræðingur
Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir, verkakona
Ida Mukoza, hjúkrunarfræðingur
Karen Telma Birgisdóttir, nemi
Þórólfur Jón Egilsson, tækjamaður
Guðrún Þórsdóttir, listakona
Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður
Gísli Gunnlaugsson, tæknifræðingur
Páll Ingi Pálsson bifvélavirki
Tomasz Krujowsla ökumaður
Kjartan Heiðberg, framhaldsskólakennari
Regína B. Agnarsdóttir, húsmóðir
Halldór Svanbergsson, bílstjóri
Agnieszka Kujowska, veitingamaður
Jónína Auður Sigurðardóttir, leikskólakennari
Sigurður Stefán Baldvinsson, öryrki
Erna Þórunn Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Nánari upplýsingar um forgangsmál flokksins má finna hér.